Af sjónum í sjó(v)ið


Söngvarinn Björn Jörundur Friðbjörnsson hefur ákveðið að hlaupa í skarð gítarleikarans Stefáns Hjörleifssonar í sýningunni Nýdönsk í nánd
sem sýna á í Borgarleikhúsinu. Lenti Stefán í því að rifbeinsbrotna á
æfingu þegar hann og Daníel Ágúst voru að æfa dansatriði saman. Segir
Fréttablaðið frá því í dag að Björn Jörundur æfi nú að kappi til að
fylla skarð Stefáns en sýningar á verkinu eiga að hefjast 9. febrúar
næstkomandi.

Virðist Björn Jörundur nú þurfa að hvíla sig aðeins á sjómennskunni en
eins og DV hefur áður greint frá hefur hann starfað sem kokkur á
rækjutogara sem gerður er út frá Siglufirði að undanförnu. Hefur hann
breytt um lífstíl og yfirgefið líf popparans. Gert er ráð fyrir sjö
sýningum á verki hljómsveitarinnar í Borgarleikhúsinu í febrúar.

[Þessi frétt birtist upphaflega á DV.is í gær, 22. janúar 2011 kl. 11.15.]

Mynd og texti: DV.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is