Af himnum ofan


Nú er komið í ljós hverjir þeir ofurhugar voru sem liðu um himininn yfir
Siglufirði um verslunarmannahelgina, á paramótorunum eða vélfisunum. Á
laugardaginn 31. júlí var það Ragnar Mikaelsson, sem er í heimsókn á
æskustöðvunum, en hann býr annars í Noregi, en á mánudaginn 2. ágúst var á ferðinni kunningi hans
íslenskur sem búsettur er í Póllandi.

Innan skamms mun birtast hér viðtal við Ragnar um þetta forvitnilega áhugamál hans.

Hann tók fjöldan allan af ljósmyndum þegar hann var síðast uppi og hefur góðfúslega veitt leyfi til birtingar. Hér koma þær.

Myndir: Ragnar Mikaelsson.

Texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is