Ævisaga Gústa væntanleg í haust


Í september á þessu ári kemur út ævisaga Gústa guðsmanns sem er öllum Siglfirðingum og mörgum öðrum hugleikinn. Sigurður Ægisson ritar sögu hans og mun Bókaútgáfan Hólar annast útgáfuna. Bókin, sem verður um 300 blaðsíður, er afrakstur næstum tveggja áratuga heimildasöfnunar.

Nú er hafin söfnun áskrifenda að bókinni og mun Björgunarsveitin Strákar á Siglufirði annast hana. Verð hverrar áskriftar er kr. 8.000 og mun björgunarsveitin fá kr. 2.500 þar af.

Nöfn áskrifenda (einstaklinga / hjóna / félaga / fyrirtækja) verða birt aftast í bókinni undir fyrirsögninni: „Eftirtaldir aðilar minnast Gústa guðsmanns með hlýhug.“ Söfnun áskrifenda lýkur 1. júní næstkomandi.

Það er von aðstandenda bókarinnar að viðtökur verði góðar og geta þau sem vilja vera á ofannefndum lista haft samband við Áka Valsson (899-2051), Magnús Magnússon (847-4582) eða Ómar Óskarsson (861-4240) eða sent tölvubréf á [email protected]. Mikilvægt er að fullt nafn, heimilisfang og kennitala fylgi með.

Greiðsluseðill fyrir bókinni verður sendur út um miðjan ágúst með eindaga 1. september.

Facebook: Gústi guðsmaður.

Mynd: Árni Jörgensen. Birt með leyfi.
Texti: Sigurður Ægisson │ [email protected]

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: [email protected]