Æskan og hesturinn 2014


?Krakkar frá hestamannafélaginu Glæsi tóku þátt í sýningunni Æskan og
hesturinn á Akureyri um síðustu helgi. Krakkarnir höfðu verið á
námskeiði hjá Herdídsi á Sauðanesi og var í framhaldinu ákveðið að taka
þátt í þessari sýningu. Stóðu þau sig mjög vel. Glæsir þakkar þeim og
Herdísi fyrir. Fleiri myndir verða settar á Facebooksíðu Glæsis og
heimasíðuna.? Þetta segir í aðsendri frétt sem var að berast.

Myndir: Aðsendar.

Texti: Aðsendur / Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is