Æft með bros á vör


Ungmennafélagið Glói hefur verið með íþróttaskóla á veturna fyrir yngstu iðkendurna, þ.e.a.s. 4-5 ára, nánast allt frá því að félagið var stofnað, árið 1995. Þar er lögð áhersla á fjölbreytta hreyfingu: leiki, æfingar og þrautir sem efla hreyfigetu, auka styrk, þol, jafnvægi og fleiri líkamlega þætti. Auk þess þjálfast börnin í samvinnu og samskiptum í gegnum æfingar og leiki og reynt er að efla sköpunargáfu og ímyndunarafl með ýmsum hætti.

Í vetur eru 12 börn í íþróttaskólanum og er það svipaður fjöldi og verið hefur undanfarin ár. Skólinn er með aðstöðu í íþróttasal grunnskólans við Norðurgötu en hann hentar sérstaklega vel fyrir yngstu börnin, að sögn Þórarins Hannessonar íþróttakennara, sem sér um þjálfun umrædds hóps. Æft er einu sinni í viku, á laugardögum kl. 12.15-13.15.

Undirritaður skaust þangað í gær og fékk að taka nokkrar myndir af hressum krökkum, sem nutu þess greinilega að vera þarna. Og þar var hvergi slegið af.

Þetta er óneitanlega flottur hópur.

Talið frá vinstri: Ísabella Ósk, Karen Sif, Benedikt Frímann, Laufey Petra, Sigríður Birta,

Steinunn Svanhildur, Margrét, Sverrir Jón,

Mateusz Gabríel og Mikael Daði.


 


Tíminn byrjaði auðvitað með upphitun.


Hér er búið að mynda vængi.


Og svo var flugið tekið.


Þarna var ekki leiðinlegt, eins og sjá má.


Tekið á því.


Þarna áttu nemendurnir að ganga með hendur fyrir aftan bak.


Og því næst skríða eins og ungabörnin.


Svo var komið að alvörunni. Þórarinn með sýnikennslu.

Þetta fannst krökkunum ofboðslega fyndið.


Útbúnar voru fjölmargar stöðvar.

Hér er Laufey Petra á stultunum, Margrét á leiðinni að renna sér niður brautina nær,

 og Ísabella að klifra í rimlunum.


Tarzan hvað?

Mateusz Gabríel í sveiflu.


Steinunn Svanhildur á trambólíninu.


Mikael Daði nýkominn af klifurveggnum og við það að enda á hestinum.


Mikael Daði og Steinunn Svanhildur.


Sverrir Jón og Sigríður Birta.


Karen Sif á jafnvægisslánni.


Og Sigríður Birta að hefja göngu.


Ýmislegt í gangi.

Mikael Daði, Karen Sif, Steinunn Svanhildur og Mateusz Gabríel.


Ísabella Ósk á hvolfi, í miðri æfingu.


Sverrir Jón á hjólabrettinu.


Og sitt lítið af hverju þarna.Myndir og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is