Æðarkóngur í sínu fínasta pússi í höfninni


Það er eitthvað lítið að frétta úr Siglufirði þessa dagana, ef frá er
talið að engu er líkara en að það sé farið að vora. Sumir fuglar eru líka
komnir í varpbúning, eins og æðarkóngurinn sem var í höfninni í
dag, innan um æðarfugla. Og aldrei að vita nema hann eigi eftir að laða
til sín kvinnu úr þeim hópi, jafn glæsilegur og hann óneitanlega er. Alla vega sást engin æðardrottning þarna.

Kannski er þetta annar þeirra tveggja sem voru á sama stað 23. nóvember (sjá hér).

Þessi fuglar koma annars hingað
frá Grænlandi og Svalbarða. Þeir sjást hér við land allt árið en eru
algengastir seinni hluta vetrar. Karlfuglar paraðir íslenskum æðarkollum eru árvissir í stærstu vörpum
útfjarða og á annesjum og kynblendingsblikar sjást árlega.

Æðarkóngurinn, fullorðinn karlfugl, um kl. 15.00 í dag.

Mynd og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is