Æðarkóngur í höfninni


Æðarkóngur hefur undanfarna daga verið á sveimi hér innfjarðar, innan um
æðarfugla, en þessar tegundir eru náskyldar. Sá fyrrnefndi er þó aðeins minni og auðþekktur á því að í varpbúningi er blikinn svartur með hvíta bringu og marglitt höfuð. Kollan, sem oft er nefnd
æðardrottning, er hins vegar brún á lit og ekki ósvipuð æðarkollu.

Æðarkóngurinn kemur hingað
frá Grænlandi og Svalbarða. Hann sést hér við land allt árið en er
algengastur seinni hluta vetrar. Karlfuglar paraðir íslenskum æðarkollum eru árvissir í stærstu vörpum
útfjarða og á annesjum og kynblendingsblikar sjást árlega. 

Meðfylgjandi eru ljósmyndir sem undirritaður hefur tekið af æðarkóngum í Siglufirði á árunum 2008, 2009 og 2010.

2. febrúar 2008.

17. október 2008.

29. október 2008.

21. febrúar 2009.

8. október 2009.

21. febrúar 2010.

18. október 2010; fjær er æðarbliki að komast í skrautbúning.

Myndir og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is