Æðarkóngur í höfninni


Í gær fréttist af æðarkóngi í höfninni, suðaustur af Roaldsbrakkanum.
Ekki fannst hann þó við eftirgrennslan. Í dag var hann svo kominn aftur
og náðist á mynd. Æðarkóngar eru gestir hér við land og algengari á vetrum en
sumrin, en þó kemur fyrir að þeir parist æðarkollum og séu í varpi með
þeim. Ekki er ljóst hvort þessi eigi sér eina slíka á hreiðri.

Þann 19. október  og 23. nóvember í fyrra og 26. janúar síðastliðinn voru nokkrir fuglar á sveimi innfjarðar og brutu óneitanlega dálítið með komu sinni hingað upp kuldann og myrkrið.

Þetta er hinn glæsilegasti fugl, enda í varpbúningi.

Mynd og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is