Aðventumessa fjölskyldunnar


Á morgun, 1. sunnudag í aðventu, kl. 14.00, verður létt fjölskyldumessa í Siglufjarðarkirkju með virkri þátttöku kirkjuskólabarna. Umrædd messa er hápunkturinn á barnastarfi kirkjunnar á haustmisseri og mikið sungið og glaðst. M.a. verður jólasagan rifjuð upp. Og spurst hefur að einhverjir rauðklæddir náungar muni e.t.v. líta inn með eitthvað gott í pokahorninu. Mikil köku- og tertuveisla verður í safnaðarheimilinu að messu lokinni.

Kl. 16.00 verða ljósin svo tendruð á jólatrénu á Ráðhústorgi. Sjá nánar um það hér.

Mynd og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is