Aðalheiður með jólasýningu


Fimmtudaginn 7. desember næstkomandi frá kl. 19.00–22.00 opnar Aðalheiður S. Eysteinsdóttir árlega jólasýningu á eigin verkum í Kompunni, Alþýðuhúsinu á Siglufirði. Á sýningunni eru verk sem unnin voru nú á haustmánuðum og samanstanda af lágmyndum, skúlptúrum og málverkum. Verk Aðalheiðar einkennast gjarnan af fundnum hlutum og endurvinnslu hráefnis sem gefur hugmyndafluginu byr undir báða vængi. Eins og áður fjallar hún um samskipti og daglegt líf. Einnig eru til sýnis og sölu í anddyri Alþýðuhússins litlir skúlptúrar eftir Aðalheiði sem ratað gætu í jólapakkana.

Opnunartímar á aðventu eru sem hér segir.

5.–6. desember  kl. 14.00–17.00. Opið í anddyri Alþýðuhússins þar sem smáskúlptúrar eru til sýnis og sölu.

7. desember kl. 19.00–22.00. Opnun á jólasýningu Aðalheiðar S. Eysteinsdóttur í Kompunni, ýmsir smáskúlptúrar til sölu og sýnis í anddyri Alþýðuhússins.

8.–14. desember kl. 14.00–17.00. Opið í anddyri Alþýðuhússins og í Kompunni þar sem smáskúlptúrar eru til sýnis og sölu.

Myndir og texti: Aðsent.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is