Aðalheiður hlaut Menningarverðlaun DV


„Í gær, miðvikudaginn, 9. mars, voru Menningarverðlaun DV fyrir árið 2015 afhent við hátíðlega athöfn í Iðnó. Þetta er í 37. skipti sem menningarverðlaun blaðsins eru afhent. Í ár voru verðlaunin veitt í níu flokkum auk þess sem forseti Íslands veitti sérstök heiðursverðlaun og sigurvegari úr netkosningu var verðlaunaður með lesendaverðlaunum DV.is. Í flokki myndlistar hlaut Aðalheiður S. Eysteinsdóttir verðlaunin.“ Þetta segir á heimasíðu Fjallabyggðar. Sjá nánar þar. Og hér.

Siglfirðingur.is óskar Aðalheiði innilega til hamingju með þessa viðurkenningu.

Mynd: Skapti Hallgrímsson. Birt með leyfi.
Texti: Fjallabyggð.is / Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print


SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is