Aðalheiður fær listamannalaun


Í dag var tilkynnt um úthlutun úr launasjóðum listamanna. Alls bárust 852 umsóknir um starfslaun frá einstaklingum og hópum og var úthlutað til 369 listamanna. Í þeim hópi er Siglfirðingurinn Aðalheiður S. Eysteinsdóttir, sem hlaut sex mánaða laun úr Launasjóði myndlistarmanna. „Ég er svo lukkuleg,“ sagði Aðalheiður á Facebook. „Til hamingju allir sem fá laun.“

Mynd: Skapti Hallgrímsson. Birt með leyfi.
Texti: Jónas Ragnarsson | jr@jr.is.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is