Aðalgellan er enn á lausu


Nemendum Margrétar Steinunnar Þórðardóttur í 10. bekk Grunnskóla
Fjallabyggðar þykir afskaplega vænt um hana og það svo, að þeir tóku sig
til í morgun að skreyttu bílinn hennar í öllum regnbogans litum, sem
ábendingu til karlpenings heimsins, eða alla vega hér um slóðir, um þá ótrúlegu staðreynd að
Maddý væri kona
einsömul – og þó á besta aldri.

Hafði verið skrifað á rúður og víðar ýmislegt til að undirstrika málið, s.s. ?Aðalgellan er enn á lausu?, ?Ósk mín skærasta er að eignast kærasta? og annað þar fram eftir götunum.

Ekki bar á öðru en að umræddur kennari væri hjálpinni feginn.

En nú er bara að sjá hvort þetta dugar.

Maddý og fjórir af nemendum hennar.

Aðalgellan er víst enn á lausu, samkvæmt þessu.

Bílnum var ekið um allan bæinn með tilheyrandi sándi í þessari heimatilbúnu græju, til að undirstrika þetta enn frekar.

?Ósk mín skærasta er að eignast kærasta?, stóð þarna.

Svona leit drossían út.

Myndir og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is