Aðalbakaríið á Siglufirði stækkar


„Á föstudaginn fyrir verslunarmannahelgina var tekin í notkun glæsileg stækkun á Aðalbakaríinu á Siglufirði þegar verslunin, veitingasalurinn, o. fl. voru færð yfir í gömlu Aðalbúðina sem hefur verið breytt á glæsilegan hátt, eins og sjá má hér á nokkrum mynda minna. Mér tókst hins vegar ekki að króa eigendurna þau Jakob Kárason og Elínu Björnsdóttur af til að smella mynd af þeim saman, en það bíður betri tíma. Oft hef ég sýnt myndir úr morgunkaffinu í Aðalbakaríinu þar sem fjölmargir hittast á hverjum morgni og leysa þjóðmálin þar.” Þetta má lesa á Facebooksíðu Kristjáns L. Möller.

Myndirnar sem hér birtast eru teknar af þeirri síðu með góðfúslegu leyfi hans.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is