Ábendingar frá veðurfræðingi


„Lægðin sem veðrinu veldur sýnist fara svipaða leið og er af sama styrk og spáð hefur verið. Brestur á með SV-áttinni fyrst  á Suðurnesjum og austur með Suðurströndinni á milli kl. 18 og 19.   Í kvöld og framan af nóttu verður sums staðar ofsaveður, meðalvindur allt  að 25-30 m/s.  Sérstaklega er varað við snörpum vindi, allt að 50 m/s í hviðum frá því upp úr kl. 22 og fram á nótt við Sauðárkrók og á veginum á milli Ólafsfjarðar og Akureyrar.“ Þetta segir í skeyti sem barst frá Umferðarþjónustu Vegagerðarinnar kl. 21.40.

Og áfram þetta:

„Nú er hvasst í flestum landshlutum og óveður nokkuð víða. Óveður er á Suðurnesjum, og á Suðurlandi. Flestir vegir á Suðurlandi eru greiðfærir.

Óveður er á Kjalarnesi, undir Akrafjalli og Hafnarfjalli, einnig á sunnanverðu Snæfellsnesi, Holtavörðuheiði, Bröttubrekku og Laxárdalsheiði.  Á Vesturlandi er hálka eða hálkublettir á flestum fjallvegum en að mestu greiðfært á láglendi.

Hálka eða snjóþekja og éljagangur er víða á vegum á Vestfjörðum en ófært á Hrafnseyrarheiði.  Hálka og óveður er á Steingrímsfjarðarheiði og Þröskuldum einnig er óveður á Ennisháls og í Ögri.

Á Norðurlandi vestra er að mestu greiðfært þó eru hálkublettir eða hálka á nokkrum leiðum. Óveður er í Langadal, Vatnsskarði og Þverárfjalli. Hálka eða hálkublettir nokkuð víða á Norðausturlandi. Óveður er á Öxnadalsheiði, Víkurskarði, á Mývatnsöræfum og Vopnafjarðarheiði.“

Í Siglufirði er ennþá logn.

Mynd: Veðurstofa Íslands (vedur.is).
Texti: Aðsendur (Umferðarþjónustua Vegagerðarinnar) / Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is