Á vettvangi glæpsins


Ragnar Jónasson er kominn til Siglufjarðar til að kynna Snjóblindu og má segja að veðrið hæfi tilefninu, því í dag er búið að ganga á með éljum lengstum. Kl. 17.00 las hann valda kafla úr bók
sinni í Allanum og rabbaði við viðstadda og síðan lá leið hans upp í ?Kaupfélag? þar sem hann sat fram að kvöldmat og áritaði á báðar hendur,
enda seldist afurðin eins og heitar lummur.

Að sjálfsögðu.

Höfundur las úr bók sinni í þessari dularfullu birtu, þar sem kölluðust á ljós og skuggar.

Horft yfir.

Fólk hlustaði með athygli á spennandi frásögnina.

Þessi stigi í Allanum kemur við sögu í bókinni.

Eftir upplesturinn tók við áritun uppi í ?Kaupfélagi?.

Myndir og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is