Á þrettándanum


Siglufjörður er hvítbúinn á þessum síðasta degi jóla, þótt oft hafi snjórinn verið meiri en núna. Hin góða tíð undanfarnar vikur og mánuði hefur enda ruglað dýr og plöntur í ríminu, bæði hér og annars staðar. Á Hólsánni voru t.d. tvær álftir í dag, önnur ung en hin fullorðin, og bara hinar spökustu. Kannski eru þær búnar að vera hér lengi.

Annars má bú­ast við suðvest­an stormi (meira en 20 m/sek) og hættu­leg­um vind­hviðum á Trölla­skaga í nótt, seg­ir í viðvör­un á vef Veður­stofu Íslands.

alftir_siglufjordur_06_01_2017

Myndir og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is