Á sjóstöng um borð í Steina Vigg


Undanfarin sumur hefur Siglfirðingum og öðrum staðið til boða að fara í 2-2,5 klukkustunda langa siglingu út fjörðinn til að njóta einstaks útsýnisins eða þá að renna fyrir þorsk eða aðrar fisktegundir. Fleyið sem um ræðir er Steini Vigg SI 110, 29 tonna eikarbátur, smíðaður á Akureyri árið 1976. Skipstjóri er Pétur Bjarnason. Siglt er frá Sigló Hóteli kl. 14.00 alla daga sumarsins.

Undirritaður skaust ásamt nokkrum fleirum í umrædda siglingu á miðvikudaginn var, 16. ágúst, og tók þá meðfylgjandi ljósmyndir af mokveiði í hvítalogni skammt vestur og norður af Siglunesi.

Ógleymanleg ferð.

Sjá nánar hér.

Myndir og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print


SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is