Á sjó


Ólafur Ragnarsson var fæddur á Siglufirði 8. september 1944. Það er því við hæfi að birta grein um texta hans, Á sjó,
á þessum degi. Ólafur lést vorið 2008, eftir hetjulega baráttu við
erfiðan sjúkdóm. Að loknu verslunarskólaprófi kenndi Ólafur einn vetur
við Barnaskóla Siglufjarðar, gerðist síðan blaðamaður hjá Alþýðublaðinu
og var einn af fyrstu starfsmönnum Sjónvarpsins. Þar var hann
fréttamaður í mörg ár, var ritstjóri Vísis og stofnaði síðan
bókaútgáfuna Vöku, sem sameinaðist Helgafelli og fleiri útgáfum. Ólafur
var einn þekktasti bókaútgefandi landsins, en samdi einnig nokkrar
bækur, meðal annars tvær um kynni sín af Halldóri Laxness.

Sjá nánar undir Greinar.

Lagið Á sjó kom fyrst út á þessari hljómplötu.

Mynd af plötuumslagi: Landsbókasafnið.

Texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is