Á korti Landans


Efni úr sjónvarpsþættinun Landanum er nú aðgengilegt á vefsíðu Ríkisútvarpsins. Á svonefndu Landakorti er hægt að skoða hvað hefur verið birt frá hverjum stað á landinu.

Sextán atriði tengjast Siglufirði. Meðal annars er fjallað um skipsflök á botni fjarðarins, skíðasvæðið í Skarðsdal og súkkulaðikaffihús og rætt við listakonuna Aðalheiði Eysteinsdóttur.

Eitt eftirminnilegasta atriðið er síðan 2011, þegar meira en aldargamlir vaxhólkar fundust í heimahúsi við Suðurgötu. Á þeim voru elstu upptökur frá Norðurlandi, meðal annars með rödd séra Bjarna Þorsteinssonar.

Mynd: Af vef Ríkisútvarpsins.
Texti: Jónas Ragnarsson │ [email protected]

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: [email protected]