Á kafi í rabarbara


Þótt komið sé yfir á 21. öldina og gífurleg fjölbreytni í matvælaiðnaðinum hér á
landi sem ytra, miðað við það sem áður var, eru þau enn mörg til sem ekki geta hugsað sér að kaupa
verksmiðjuframleiddar sultur, heldur fara í þá vinnu sjálf að töfra upp
úr eigin garði slíka vöru.

Og nú er rétti tíminn, ef það hefur á annað borð verið á dagskránni. Rabarbarinn, öðru nafni tröllasúra, er í fínu standi og ekki eftir neinu að bíða. Og aðalbláberin og önnur lík innan seilingar.

Rabarbarinn mun vera upprunnin í Norðvestur-Kína eða jafnvel Tíbet,
að sögn fróðra manna. Hann barst snemma til Rússlands, óx þar villtur um aldir (og gerir enn) og dreifðist þaðan áfram vestur og suður. Í bókinni Matarást, eftir Nönnu Rögnvaldsdóttur, segir að Grikkir hafi kallað ?rabarbararótina ?rótina frá
barbörunum (útlendingunum) handan við Rha (Volgu)?, sem varð aftur rhabarbarum
á latínu. Síðar rann latneska orðið saman við gríska orðið rheon
(rót) sem komið var úr persnesku, og þá varð til orðið rheubarbarum.
Í þeirri mynd hefur orðið komist inn í ensku (rhubarb) en hin
myndin hefur haldið sér í ítölsku (rabarbaro) og ýmsum
Evrópumálum og m.a. borist inn í íslensku.?

Á fyrrihluta 17. aldar var ræktað fram afbrigði í Padúa á Ítalíu sem hentaði betur til átu en þau sem áður höfðu verið i umferð og þaðan breiddist jurtin svo út um lönd til heimilisbrúks.

Á vefslóðinni http://www.heilsubankinn.is segir að rabarbari sé talinn vera góður fyrir meltinguna og hafa bólgueyðandi áhrif, og að á Íslandi vaxi hann nær því villtur, en það sé öðru nær í mörgum löndum Evrópu þar sem erfitt sé að verða sér úti um hann og litið sé á hann sem eftirsótta gæðavöru.

Og á http://www.heilsuhondin.is segir aukinheldur: ?Tröllasúra (Rheum palamatum) ? inniheldur vitamínin A, B, C og P, einnig kalsíum kopar, joð, járn, magnesíum, mangan, fosföt, kísil, súlföt og zink. Rótin er styrkjandi, hreinsandi fyrir líffærin og hefur bætandi áhrif á gall. Hefur sérstaklega hreinsandi og græðandi áhrif fyrir lifur. Losar einnig og hreinsar eitrandi efni sem hafa sest í ristil. Tröllasúran stuðlar að bættri heilsu og vellíðan, betri jafnvægi blóðflæðis og meltingarfæra auk jafnvægis í iðraflóru.?

Einnig má nota stöngulinn í grauta, súpur og bökur. Eða jafnvel saft.

En blöðin eru varasöm til neyslu.

Þar höfum við það.

Guðrún Ólöf Pálsdóttir, sem við flest þekkjum betur sem Gunnólu,

er ein þeirra sem ekki geta hugsað sér annað en heimagerða rabarbarasultu.Mynd og texti:
Sigurður Ægisson
sae@sae.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is