Á grásleppu


Ragnar Ragnarsson sjómaður og göngugarpur er nýlega hættur á grásleppu.
Lisa Dombrowe sendi vefnum nokkrar myndir sem teknar voru um borð í
Ragga Gísla SI 73 í maí 2014. Þær sýna m.a. Fiskistofumenn í reglubundnu
eftirliti, merktan kola og annað sem við kemur sjónum. Auk þess er ein
mynd tekin af bátnum, þar sem verið er að draga netin fram undan Mánárskriðum í síðasta grásleppuróðrinum að þessu sinni.

Sjá líka umfjöllun hér, frá 13. nóvember 2012.

Myndir: Lisa Dombrowe (1-11) / Sigurður Ægisson | sae@sae.is (12).

Texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is