Á glæpasagnahátíð í Skotlandi


Ragnar Jónasson flutti opnunarræðu á stærstu glæpasagnahátíð Skotlands, Bloody Scotland, sem hófst í borginni Stirling í kvöld. Ragnar kemur auk þess fram á tveimur viðburðum á hátíðinni og er uppselt á þá báða.

Snjóblinda, sem gerist á Siglufirði, hefur notið mikilla vinsælda á Bretlandseyjum síðan hún kom út í enskri þýðingu Quentin Bates í vor.

Á myndinni er Ragnar ásamt borgarstjóranum í Stirling, Mike Robbins, en hann var gestgjafi á opnunarhátíðinni.

Frétt í Morgunblaðinu.Forsíðumynd: Af Facebooksíðu Ragnars.
Úrklippa: Úr Morgunblaðinu.

Texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print


SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is