Á flugi í Héðinsfirði

unsplash_5252b10dacd20_1

Á sunnudaginn var, 8. ágúst, brá
Ragnar Mikaelsson sér yfir í Héðinsfjörð og sveif þar um loftin blá í
paramótor sínum eða vélfisi. Aðstæður voru þó ekki upp á það besta, að
sögn hans, allt of mikill vindur, 6-7 metrar á sekúndu, og þess vegna
ekki vogandi að leita út fjörðinn.

En meðfylgjandi ljósmyndir eru úr þessari ferð og birtar með góðfúslegu
leyfi. Sjálfur er flugkappinn kominn til síns heima í Noregi, en
hann var í sumarfríi hér ásamt með eiginkonu sinni.

Farkostur þeirra yfir Norður-Atlantshafið var aðeins stærri en þetta tæki, ef einhver skyldi vera að glíma við þá hugsun.

Viðtal, sem undirritaður tók við Ragnar
um daginn, mun birtast á vefnum á morgun eða hinn.

Myndir: Ragnar Mikaelsson.

Texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is