Á bökkum Hólsár

berries copia

Það var kyrrt og fallegt veður í Siglufirði í gærkvöldi og á bökkum
Hólsár, neðan brúar, var þessi unga og áhugasama fjölskylda að renna fyrir silung rétt undir
miðnættið, en þá var háflæði og meiri veiðivon en ella, enda elti hann víst mikið. 

Einhverjir aðrir höfði verið þarna fyrr um daginn, að sögn, og orðið
varir og jafnvel dregið einn eða tvo fiska á land.

Skömmu eftir að meðfylgjandi ljósmynd var tekin náðist einn
á spinner en honum var svo gefið líf. Sá var 1-2 pund.

Svona á fólk að vera.

Veitt af bökkum Hólsár undir miðnættið í gærkvöldi.

Mynd og texti:
Sigurður Ægisson
sae@sae.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is