Á annað þúsund bílar komnir til Siglufjarðar


Töluverður mannfjöldi er í Siglufirði þessa stundina, enda hafa bílar streymt
út um Héðinsfjarðargöngin í allan dag; frá miðnætti eru þeir orðnir 1.110 þegar þetta
er ritað.

Kl. 20.00 verður Þórarinn Hannesson trúbador á aðalsviðinu á Ráðhústorgi og á sama tíma hefst síldarsöltun við Roaldsbrakka.

Dagskrána er annars að finna hér.

Meðfylgjandi ljósmyndir voru teknar fyrir stundu.

Myndir og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is