Á annað þúsund bílar fóru um Héðinsfjörð í dag, takk fyrir


Enn fellur umferðarmetið um Héðinsfjarðargöng, ef frá er talinn vígsludagurinn, áður en teljarinn var settur upp, því þegar 10 mínútur voru
eftir af þessum degi höfðu 1008 bílar farið þar um. Á sama tíma höfðu
996 bílar farið um Öxnadalsheiði og 399 um Siglufjarðarveg. Vera má að
veðrið setji strik í reikninginn hvað morgundaginn varðar, en það kemur í
ljós síðar.


Margir bílar fóru um göngin í dag.

Hér má sjá, að þeir voru orðnir 1008 kl. 23.50.

Umferðarþunginn var mestur frá kl. 15.00-17.00.

Mynd og texti: Sigurður Ægisson | [email protected]

Kort og línurit: Vegagerdin.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: [email protected]