?Þeir sem ekki hafa farið í gegnum Héðinsfjarðargöngin geta upplifað það í
myndbandi sem hér fylgir. Þar er ekið á 160-180 km hraða í gegnum
göngin, eða þannig. Keyrt er í gegnum Héðinsfjarðargöng, frá Siglufirði
til Ólafsfjarðar, með upptökuvél og er myndbandið sýnt á 2.5x hraða. Þetta skemmtilega myndband tók Jón Steinar Ragnarsson kvikmyndagerðarmaður á Canon Powershot A490 myndavél og setti út á netið,? sagði á Tíminn.is í gær.
Myndbandið er líka að finna á hedinsfjordur.is, var sett þar inn 25. ágúst og mun hafa komið inn á YouTube daginn áður.
Mynd: Skjáskot úr viðkomandi myndbandi.
Texti: Tíminn.is / Sigurður Ægisson
| sae@sae.is.