Leitarniðurstaða fyrir: Gústi Guðsmaður

Gústi guðsmaður

Í september á þessu ári kemur út ævisaga Gústa guðsmanns sem er öllum Siglfirðingum og mörgum öðrum hugleikinn. Er hann án nokkurs vafa einhver þekktasti sjómaður og karakter Íslendinga á 20. öld. Sigurður Ægisson ritar sögu Gústa og mun Bókaútgáfan Hólar annast útgáfuna. Bókin, sem verður um 300 blaðsíður, er afrakstur næstum tveggja áratuga heimildasöfnunar….

Gústi guðsmaður heiðraður

N4 leit í heimsókn til Siglufjarðar á dögunum og kíkti þá inn á Síldarminjasafn Íslands og ræddi við fólk um Jónsmessuna o.fl. og þar barst nýja kvikmyndin um Gústa guðsmann í tal. Sjá hér. Mynd: Skjáskot úr umfjöllun N4. Texti: Sigurður Ægisson | [email protected]

?Gústi guðsmaður til sölu?

Í Morgunblaðinu í dag, nánar tiltekið á bls. 13, er frétt sem tengist Siglufirði. Hún ber yfirskriftina ?Gústi guðsmaður til sölu?. Þar segir m.a.: Gústi guðsmaður til sölu ? Báturinn nefndur eftir frægum útgerðarmanni á Siglufirði ? Gústi guðsmaður gaf ágóða sinn til hjálparstarfs Við smábátahöfnina í Reykjavík liggur nú báturinn Gústi guðsmaður og er…

Gústi Guðsmaður

Þennan dag árið 1897 fæddist Guðmundur Ágúst Gíslason, sem betur er hér þekktur undir nafninu Gústi Guðsmaður. Hann andaðist 12. mars 1985, þ.e. fyrir 25 árum. Af þessu tilefni er birtur undir Greinar yfirlitskafli um ævi hans, úr bók sem verið hefur 10 ár í smíðum og er væntanleg á prenti á næsta ári eða…

Gústi Guðsmaður

Guðmundur Ágúst Gíslason kom í þennan heim 29. ágúst árið 1897. Foreldri hans voru bæði Dýrfirðingar, Sveinbjörg Kristjánsdóttir, 33 ára, ættuð úr Hvammi í Þingeyrarhreppi, skammt fyrir innan kauptúnið, og Gísli Björnsson, þá 36 ára, fæddur á Botni í Mýrahreppi. Þau höfðu gengið í hjónaband 14. október 1886, en þegar hér er komið eru þau…

Ævisaga Gústa væntanleg í haust

Í september á þessu ári kemur út ævisaga Gústa guðsmanns sem er öllum Siglfirðingum og mörgum öðrum hugleikinn. Sigurður Ægisson ritar sögu hans og mun Bókaútgáfan Hólar annast útgáfuna. Bókin, sem verður um 300 blaðsíður, er afrakstur næstum tveggja áratuga heimildasöfnunar. Nú er hafin söfnun áskrifenda að bókinni og mun Björgunarsveitin Strákar á Siglufirði annast…

Bréf til bæjaryfirvalda II

Bæjarráð Fjallabyggðar Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar   Við undirritaðir viljum  fyrir hönd  Siglfirðinga „heima og að heiman“ og vini Siglufjarðar sækja um að fá að reisa styttu á Ráðhústorgi, til minningar um Ágúst Gíslason sjómann og kristniboða. Í lifanda lífi var hann  oftast nefndur „Gústi guðsmaður“. Ágúst var fæddur í Hvammi í Dýrafirði árið 1897….

Margt forvitnilegt í Sarpi

Nokkrar gamlar Siglufjarðarmyndir eru komnar inn í Sarp, sem er sameiginlegt upplýsingakerfi íslenskra safna. Flestar þessara mynda eru frá Þjóðminjasafninu, til dæmis stór hluti mynda séra Bjarna Þorsteinssonar sem varðveist hafa. Á aðra milljón ?aðfanga? hafa verið skráð í Sarp og er hluti þeirra aðgengilegur á vefsíðunni sarpur.is. Ef slegið er inn leitarorðið Siglufjörður finnast…

Bæjarlífspistill

Morgunblaðið birtir reglulega pistla fréttaritara sinna, í þætti sem nefnist Úr bæjarlífinu. Er þar reynt að bregða upp myndum úr heimabyggð og því sem fólk úti um land hefur verið og er að fást við hverju sinni. Þetta á að vera stutt og hnitmiðað. Þann 4. janúar og 10. september 2011, 28. janúar, 21. júlí…

Gústatorg

?Á Jónsmessuhátíð Síldarminjasafnsins í sumar var frumsýnd stutt kynningarmynd um Gústa guðsmann. Nú hefur myndin, sem Dúi Landmark vann, verið tekin til daglegrar sýningar í beitningaskúrnum í Bátahúsinu. Þessi skúr er tileinkaður Gústa og öðrum trillusjómönnum 20. aldar.? Þannig hefst áhugaverður pistill Örlygs Kristfinnssonar sem birtist á heimasíðu téðs safns fyrir nokkrum dögum. Áfram segir…

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: [email protected]