98,7% safngesta ánægð


Á sumarmánuðum var gerð könnun meðal ferðamanna sem heimsóttu söfn, setur eða sýningar á Norðurlandi. Könnunin var unnin af Rannsóknarmiðstöð ferðamála að beiðni Markaðsstofu Norðurlands og er hún hluti af greiningu á möguleikum í sögutengdri ferðaþjónustu á Norðurlandi. Almennt var niðurstaða könnunarinnar afar góð fyrir söfn og var Síldarminjasafnið þar engin undantekining. 98,7% svarenda sögðust mjög ánægð eða ánægð með heimsókn sína á Síldarminjasafnið – og enginn svarenda var óánægður. Nær helmingur þeirra sem svöruðu könnuninni höfðu ákveðið að heimsækja safnið áður en ferðalagið hófst.“

Þetta má lesa á heimasíðu Síldarminjasafnsins. Sjá nánar þar.

Mynd (úr safni): Sigurður Ægisson │ [email protected]
Texti: Síldarminjasafn Íslands / Sigurður Ægisson │ [email protected]

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: [email protected]