Ný sjókort vantaði


Gunn­ar I. Birg­is­son, bæj­ar­stjóri Fjalla­byggðar, seg­ir skort á nýj­um sjó­kort­um vera eina helstu ástæðu þess að línu­bát­ur­inn Rifs­nes strandaði skammt frá bryggju Siglu­fjarðar­hafn­ar í gær­kvöldi. Þetta mátti lesa í frétt á Mbl.is í dag. Belg­ískt sand­dælu­skip, Galilei 2000, vann sem kunnugt er í ágúst og september við að dýpka höfn­ina og hafn­ar Gunn­ar því að eitt­hvað hafi farið úr­skeiðis við þá vinnu.

„Inn­sigl­ing­in var dýpkuð eft­ir ná­kvæmri áætl­un,“ seg­ir hann. „Það sem gerðist þarna var að bát­ur­inn bakkaði held­ur rausn­ar­lega þegar hann fór frá bryggju og fer þá utan í kant­inn hinum meg­in.“ Gunn­ar seg­ir inn­sigl­ing­una vera níu metra djúpa og breiða, en kant­inn sem Rifs­nesið fór upp að hins veg­ar vera bara 2-3 metra að dýpt. „Þannig að þetta er nú bara óhapp sem get­ur alltaf gerst.“ Bæj­ar­yf­ir­völd þurfi þó að láta merkja inn­sigl­ing­ar­renn­una með bauj­um líkt og gert hafi verið á Ísaf­irði og fleiri stöðum og það standi líka til. „Síðan liggja sjó­kort vegna dýpk­un­ar­inn­ar ekki fyr­ir enn þá.“

Inn­sigl­ing í Siglu­fjarðar­höfn á því, að hans sögn, ekki að fela í sér neina erfiðleika fyr­ir þau skemmti­ferðaskip sem koma þar að landi næsta sum­ar. „Þarna er sér snún­ingspláss fyr­ir skemmti­ferðaskip, það er bara aðeins norðar en Rifs­nesið bakkaði.“ Aðal­málið sé að sjó­kort­in eru ekki til­bú­in enn þá, en þau eru að sögn Gunn­ars í vinnslu hjá Vega­gerðinni og er þeirra að vænta á næst­unni. „Þegar sjó­kort­in koma þá verður hvert skip með sjó­kort og skip­stjórn­end­ur sjá þá al­veg hvernig renn­an er og þá á þetta ekki að koma fyr­ir aft­ur.“

Sjá hér.

Mynd: Sigurður Ægisson | [email protected]
Texti: Mbl.is / Sigurður Ægisson | [email protected]

image_print


SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: [email protected]