835 búnir að kjósa


Mbl.is segir frá því að 835 manns á
landinu hafi verið búnir að kjósa rétt fyrir hádegi í dag í
þjóðaratkvæðagreiðslunni um Icesave-lögin, en
utankjörfundaratkvæðagreiðsla hófst um miðja síðustu viku. Af þeim hefur
tæpur þriðjungur, eða 304, kosið hjá sýslumanninum í Reykjavík.

Opið er á skrifstofutíma hjá sýslumanninum á Siglufirði, að Gránugötu 4-6, eða frá kl. 09.00 til 15.00 alla virka daga.

Einnig er hægt að semja um opnun, ef mikið liggur við, að sögn Ásdísar Ármannsdóttur sýslumanns.

Í Fjallabyggð eru 13 búnir að kjósa.

Sjá fréttina á Mbl.is hérna.

Um hádegisbilið í dag voru 13 búnir að kjósa í Fjallabyggð

í utanfundaratkvæðagreiðslu um Icesave-lögin.

Mynd: Fengin af Netinu.

Texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is