80 manna golfmót Siglfirðinga


Hið árlega golfmót Siglfirðinga fór fram á velli GKG á sunnudaginn var. Alls skráðu 72 keppendur sig til leiks. Að þessu sinni var ræst út eftir tímatöflu en verðlaunaafhending fór fram kl. 17.00 og var ánægjulegt hversu margir kylfingar mættu á hana og áttu saman notalega spjallstund um Siglufjörð og Siglfirðinga og eitthvað fleira.

Þetta var í fimmta sinn sem þetta mót er haldið og fjölmennasta og var jafnframt tilkynnt að mótið fer fram næsta sumar á sama tíma, þ.e. sunnudaginn eftir Menningarnæturdag Reykjavíkur.

Mótið tókst mjög vel og voru kylfingar heppnir með veður.

Mótsstjórn var skipuð Jóhanni G. Möller, Birni Steinari Stefánssyni og Kára Arnari Kárasyni.

Litið yfir salinn.

Sigurvegarar í punktakeppni kvenna, 1. Björk Unnarsdóttir, 2. Ingibjörg Sigurrós Helgadóttir og 3. Helga Dóra Ottósdóttir.

Sigurvegarar í punktakeppni karla, 1. Elvar Ingi Möller, 2. Ragnar Ólafsson og 3. Arnar Freyr Þrastarsson.

Sigurvegarar og mótsstjórn, Björn Steinar Stefánsson, Kári Arnar Kárason og Jóhann G. Möller.

Sigurvegarnir í höggleik og í punktakeppni, Elvar Ingi Möller, Björk Unnarsdóttir og Salmann Héðinn Árnason.

Sigurvegari í höggleik, Salmann Héðinn Árnason.

Salurinn.

Og aftur.

Myndir og texti: Kristján L. Möller.

image_print


SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is