70 ára afmæli Skógræktarfélagsins


Skógræktarfélag Siglufjarðar fagnaði 70 ára afmæli sínu í dag í mildu veðri í höfuðstöðvunum í Skarðsdal og bauð til veislu. Um 200 manns, á öllum aldri, heiðruðu afmælisbarnið með nærveru sinni og teyguðu í sig andann, fegurðina og hina einstöku kyrrð sem þarna er að finna.

Undanfarnar vikur, mánuði og ár hefur mikið verið lagt í að grisja og bæta þannig aðgöngu fólks að þessari paradís okkar, og mætti sem dæmi nefna kurlaða stíginn upp að Kota- eða Leyningsfossi sem er einstaklega vel heppnaður.

Upphafsmenn að stofnun félagsins árið 1940 voru Rótarýfélagar hér í bæ. Í undirbúningsnefnd voru Halldór Kristinsson héraðslæknir, Guðmundur Hannesson bæjarfógeti og Friðrik Hjartar skólastjóri. Á stofnfundi voru 46 skráðir félagar, en aðeins 15 mættu, og voru í fyrstu stjórn kosnir: Óli Hertevig bakarameistari formaður, Snorri Friðleifsson ritari, Jóhann Þorvaldsson gjaldkeri og Guðmundur Hannesson og Baldvin Þ. Kristjánsson meðstjórnendur.

Í hófinu í dag voru m.a. ræður fluttar, gjafir afhentar, tónlist ómaði og undir lokin var dregið í happdrætti, þar sem vinningshafar hrepptu nokkrar glæsilegar trjáplöntur.

Öll var þessi framkvæmd aðstandendum til mikils sóma.

Sjá nánar undir Greinar (Hrönn Indriðadóttir: Hetja í baráttunni við að klæða landið).

Hér koma svo nokkrar myndir.

Svona leit nyrsti skógur á Íslandi út um kl. 14.00 í dag.


Minningartorgið um Jóhann Þorvaldsson.

Nærmynd af skildi og fuglum.

Kristrún Halldórsdóttir bauð gesti velkomna.

Anton V. Jóhannsson rakti sögu félagsins.

Ingvar Erlingsson var fulltrúi sveitarfélagsins og færði afmælisbarninu

50.000 krónur að gjöf.

Magnús Gunnarsson, frá Skógræktarfélagi Íslands, flutti ávarp.

Páll Helgason var í essinu sínu eins og jafnan fyrrum.

Svava Baldvinsdóttir.

Guðni Sveinsson ritar í gestabókina.

Aðrir léku sér.

Eitt trjánna var fagurlega skreytt …

… rauðum dúskum og plöstuðum kortum.

Rut Viðarsdóttir er hugsuðurinn á bak við þetta.

Þar var að finna hugleiðingar Jóhanns Þorvaldssonar um lífið og tilveruna.

Þessir kappar sáu um tónlistina.

Tveir þekktir grallaraspóar að prakkarast eitthvað.

Það er víða fagurt um að litast í skóginum. Áin er ýmist kölluð Skarðsdalsá eða Leyningsá.

Eftir að síðasti ræðumaður hafði lokið máli sínu tók þessi náungi að leika á trompet,

falinn á bak við grenigreinar, lagið: Sem lindin tær.

Þarna mátti líka renna sér.

Og vaða í ánni.

Kaffihlaðborðið tilbúið.

Það var í sérútbúnu veislutjaldi.

Hluti gesta.

Og fleiri.

Rut Viðarsdóttir með gestabókina.

Í hana skrifuðu 193.

Vinningshafar í happdrættinu kynntir.

Hér eru tveir þeirra.

Nýr glæsilegur stígur liggur upp að fossinum.

Á miðri leið var búið að koma fyrir þessum litskrúðugu blómum.

Og hér. Fríða Björk Gylfadóttir er heilinn á bak við þessa snilld.

Áfram.

Það hefur bersýnilega mikið verið dedúað við þetta enda útkoman eftir því.

Kota- eða Leyningsfoss í öllu sínu veldi.

Guðmundur Þorgeirsson, Helgi Magnússon og Guðrún Björnsdóttir

dáðst að fossinum, af hvílubekk sem búið er að koma þar fyrir.


Myndir og texti:
Sigurður Ægisson
sae@sae.is
image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is