640 bílar á sólarhring?


Umferðin um Héðinsfjarðargöng, það sem af er ári, er 5,4% meiri miðað við sama tímabil á síðasta ári, samkvæmt upplýsingum frá Friðleifi Inga Brynjarssyni verkefnastjóra hjá Vegagerðinni á Akureyri. Nú stefnir meðalumferð um göngin (ÁDU) í 640 bíla á sólarhring. Gangi það eftir hefur umferðin vaxið um tæp 17% frá árinu 2011.

Umferðin um nýliðna verslunarmannahelgi var 3,4% meiri miðað við árið 2014, sé horft til tímabilsins frá þriðjudegi til mánudags. Sé hins vegar bara horft á tímabilið föstudagur til mánudags reyndist umferðin 2,2% minni nú í ár og munar þar mestu um að umferðin á sunnudeginum var 12,4% minni nú miðað við sama dag árið 2014.

Myndir: Vegagerðin (Friðleifur Ingi Brynjarsson).
Texti: Vegagerðin (Friðleifur Ingi Brynjarsson) / Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print


SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is