50% fjölgun á þremur árum


Áætlað er að um 100 þúsund ferðamenn hafi komið í Fjallabyggð árið 2013. Það þýðir 50 prósenta aukningu frá árinu 2010. Þetta kemur fram í samantekt sem unnin var fyrir sveitarfélagið.

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar segir samantektina varpa góðu ljósi á gífurlega fjölgun ferðamanna í Fjallabyggð og á mikla þýðingu Héðinsfjarðarganga fyrir ferðamannastraum til Siglufjarðar og Ólafsfjarðar. Mikilvægt sé að bæjarfélagið komi enn betur til móts við ferðaþjónustuna með bættri aðstöðu, upplýsingum og merkingum.

Fréttablaðið greinir frá.

Sjá líka hér.

Mynd: Skjáskot úr Fréttablaði dagsins.
Texti: Fréttablaðið / Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print


SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is