43 komur bókaðar


Alls eru 43 komur skemmtiferðaskipa bókaðar til Siglufjarðar á þessu ári, að sögn Anitu Elefsen safnstjóra Síldarminjasafns Íslands. Þetta er u.þ.b. tvöföldun frá síðasta ári. Þau koma frá 10. maí og til og með 24. september. Um er að ræða 12 skip, sem eru þessi í stafrófsröð: Albatros, Hanseatic, Hebridean Sky, Le Soleal, M/S Panorama, National Geographic Explorer, Ocean Diamond, Ocean Majesty, Ocean Endeavour, Sea Spirit, Seabourn Quest og Star Pride. Með þeim koma 7.224 farþegar. Þann 12. júlí verða fjögur skipanna í höfn og hinn 30. júlí verða þrjú. M/S Panorama mun koma oftast eða alls 16 sinnum og Ocean Diamond þar næst, eða níu sinnum. Stærst er Albatros, með 800 farþega.

Mynd (úr safni) og texti: Sigurður Ægisson| sae@sae.is.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is