400 ára gömul popplög


Þjóðlagasetrið hefur í sumar staðið fyrir nokkrum mjög vel sóttum viðburðum og á morgun, fimmtudaginn 10. ágúst, kl. 20.30, verður haldin síðasta kvöldstund sumarsins. Sérstakir gestir verða sópransöngkonan góðkunna Hallveig Rúnarsdóttir og hin fjölhæfa tónlistarkona Jennifer Bliss Bennett frá Englandi. Sungin verða 16. og 17. aldar dægurlög, leikið á barokk-fiðlu og hið hljómfagra endurreisnarhljóðfæri viola da gamba. Einnig mun Eyjólfur Eyjólfsson slá á langspil og félagar úr Kvæðamannafélaginu Rímu kveða rímur og syngja tvísöngva.

Aðgangur ókeypis og allir velkomnir.

Myndir og texti: Aðsent.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is