40 ára vígsluafmæli


Sunnudaginn 9. október var haldin hátíðarguðsþjónusta í Siglufjarðarkirkju þar sem prestarnir séra Vigfús Þór Árnason og séra Sigríður Munda Jónsdóttir, settur sóknarprestur, þjónuðu fyrir altari. Minnst var 40 ára vígsluafmælis séra Vigfúsar til Siglufjarðar og 155 ára fæðingarafmælis séra Bjarna Þorsteinssonar.

Í kaffisamsæti Systrafélagsins að messu lokinni var afhjúpað málverk af séra Vigfúsi sem siglfirski listamaðurinn Ragnar Páll Einarsson málaði. Myndin er gjöf vina og velunnara séra Vigfúsar og Elínar konu hans til Sóknarnefndar Siglufjarðarkirkju og mun hún prýða safnaðarheimili kirkjunnar um ókomna tíð. Sami hópur vina þeirra hjóna færði Systrafélagi kirkjunnar 260 þúsund krónur að gjöf til endurbóta á eldhúsi safnaðarheimilisins.

Siglufjörður skartaði sínu fegursta á þessum einstaka degi.

Myndir: Sveinn Þorsteinsson.
Texti: Aðsendur.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is