3. flokkur KF með heimabingó


Þriðji flokkur karla KF (Knattspyrnufélags Fjallabyggðar) er að fara af stað með heimabingó. Fyrstu tölurnar verða dregnar út sunnudaginn 1. maí næstkomandi. Drengirnir stefna á keppnisferð til Spánar í sumar og rennur allur ágóðinn í þá ferð. Margir glæsilegir vinningar eru í boði (sjá meðfylgjandi lista).

Í dag, föstudaginn 29. apríl, frá kl. 16.00-18.00, ætla strákarnir að selja Bingóspjöld í Samkaup-Úrval á Siglufirði og Ólafsfirði. Eins er hægt að hafa samband við Mark Duffield í síma 868-6954 og kaupa spjöld.

 

3. flokkur KF vill nota tækifærið og þakka öllum fyrir veittan stuðning.

 

Áfram KF.

Vinningur nr. 1:

Northern Light inn (við Bláa lónið) gisting í tvær nætur fyrir tvo með morgunverði.

Gjafabréf – Siglósport kr. 5.000.

Hársnyrtivörur frá Hársnyrtistofu Magneu, Ólafsfirði.

Vinningur nr. 2:

Sony Ericsson gsm sími.

MP3 spilari.

Gjafabréf – Allinn kr. 5.000.

Vinningur nr. 3:

Árskort fyrir 2 fullorðna og 2 börn á skíðasvæði Siglufjarðar.

Gjafabréf – Hannes Boy kr. 5.000.

Loftljós.

Vinningur nr. 4:

Sony Ericsson gsm sími.

Stafrænn myndarammi.

Klipping – Hárgreiðslustofa Jóhönnu, Siglufirði.

 

Vinningur nr. 5:

Samkaup Úrval gjafakort kr. 10.000.

Gisting fyrir 2 í eina nótt. Gistiheimilið Hvanneyri.

Gjafabréf – Hárgreiðslustofan Hófý, Ólafsfirði.

Dregnar verða 10 tölur 1., 2., 3., 4. og 5. maí. Eftir það verða dregnar 3 tölur á dag. Tölurnar verða lesnar inn á símsvara daglega kl. 16.00. Númerið er 878-0042.


Forsíðumynd: Fengin af Netinu.

Texti: Aðsendur.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is