3. flokkur karla úr leik í bikarkeppni KSÍ


?Strákarnir í 3. flokki KF/Dalvík spiluðu við Þór í Boganum í gær, miðvikudag. Leikurinn var í bikarkeppni KSÍ. Fyrri hálfleikur var rólegur og staðan í hálfleik var 0-0. Þór skoraði tvö mörk um miðjan síðari hálfleik en okkar strákar neituðu að gefast upp og uppskáru mark þegar fimm mínútur voru eftir. Allt kapp var lagt á að jafna metin, en Þór skoraði sitt þriðja mark í uppbótartíma og komst því áfram í bikarnum. Stórgóð frammistaða hjá drengjunum í KF/Dalvík á móti sterku liði Þórs sem hefur það fram yfir okkar stráka að æfa í Boganum 9 mánuði á ári á meðan okkar strákar æfa í íþróttahúsum og á litlum sparkvöllum. Eitthvað sem bæjaryfirvöld ættu að taka til skoðunar.? Þetta segir í aðsendri frétt sem var að berast.

Og ennfremur:

?A-lið KF/Dalvík hefur spilað þrjá leiki í Íslandsmótinu. Tveir sigrar gegn Selfoss/Hamar/Ægir og Njarðvík/Reynir/Víðir og eitt tap gegn Fram. B-liðið hefur spilað fimm leiki, unnið tvo og tapað þremur.

Næstu leikir: A-liðið spilar á Ólafsfjarðarvelli í hádeginu á laugardag við BÍ/Bolungarvík og B-liðið spilar klukkan 15.00 við Gróttu á sama stað. A-liðið spilar svo aftur á þriðjudag á Dalvíkurvelli við Tindastól klukkan 20.00.

Hvetjum bæjarbúa til að mæta á völlinn og hvetja strákana okkar.

Áfram KF/Dalvík.?

Mynd: Aðsend.

Texti: Aðsendur (Róbert Haraldsson) / Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is