3.000 plöntur gróðursettar


Seeds samtökin eru sjálfboðaliðar frá mörgum löndum. Hingað komu sjö manns, þ.e. frá Ítalíu, Frakklandi, Englandi og Bandaríkjunum og unnu fyrir skógræktina ýmis störf undir forystu Gabriels Pic, sem er Frakki búsettur á Íslandi; hann vinnur fyrir Skógræktarfélag Íslands og skipuleggur búðir á við þessar víða um land. Þetta fólk var hér í 10 daga og vann hér mikið og gott starf í samvinnu við okkar góða fólk.

Gróðursettar voru 3.000 plöntur frá Landgræðslusjóði og auk þess grisjaðir og lagaðir reitirnir austan ár sem eru frá 1940; þar er kominn algjör sælureitur en aðgengi þyrfti að batna.

Síðan var grisjað heilmikið efst í skógræktinni og byrjað á stíg sem opna mun alveg nýtt svæði. Starfsmenn í sumar eru þau Svala Lúðvíksdóttir og Guðni B. Ásgeirsson. Þau hafa unnið alveg frábært starf sem og starfsfólk fyrri ára.

Mynd: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.
Texti: Kristrún Halldórsdóttir.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is