28 þúsund gestir


Í þættinum Sumarmálum á Rás 1 í gærmorgun var rætt um Síldarminjasafnið. Fram kom að á síðasta ári hefðu gestir verið 28 þúsund og að á fyrri helmingi þessa árs hefðu þeir verið 12% fleiri en á sama tíma í fyrra. Slóð á þáttinn (byrjar á 13:16).

Í kynningu á þættinum sagði: „Síldarminjasafn Íslands á Siglufirði var safn vikunnar í þetta sinn. Þar fer meðal annars fram síldarsöltun á planinu við Róaldsbrakka og lagt hefur verið af stað í viðamikið verkefni að kvikmynda viðtöl við fólk sem vann í síld, til að varðveita minningu og reynslu þess af síldarvinnu. Við heyrðum í Anitu Elefsen, safnstjóra, hún sagði okkur frá safninu, síldarævintýrinu og þjóðlagahátíðinni sem hefst á morgun.“

Mynd (úr safni) og texti: Sigurður Ægisson │ [email protected]

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: [email protected]