235 þúsund ökutæki?

Héðinsfjarðargöng

Umferð um Héðinsfjarðargöng hefur aukist um 6% það sem af er ári, miðað við sama tímabil á síðasta ári, samkvæmt upplýsingum frá Friðleifi Inga Brynjarssyni verkefnastjóra hjá Vegagerðinni á Akureyri. Meðalumferð um göngin (ÁDU) stefnir í 640 (ökutæki/dag) og heildarumferðin gæti farið í 235 þúsund ökutæki fyrir árið 2015. Umferð eykst alla vikudaga, mest mánudaga til fimmtudaga, eða um 6,9%, en 4,9% föstudaga til sunnudaga. Sumarumferð (SDU) jókst um 5,3% milli ára.

vikudagsumferd throun_medaltala

Forsíðumynd: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.
Skýringarmyndir: Vegagerðin.

image_print


SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is