222 þúsund ökutæki fóru um Héðinsfjarðargöng í fyrra


Meðalumferð á dag (ÁDU) um Héðinsfjarðargöng mældist 609 (bílar/sólarhring) allt síðasta ár og hefur aldrei verið meiri frá því að göngin voru opnuð. Þetta er jafnframt í fyrsta sinn sem meðalumferðin fer yfir 600 (bíla/sólarhring).

Samtals fóru rúmlega 222 þúsund ökutæki um göngin allt síðasta ár borið saman við rúmlega 205 þúsund árið 2013. Þetta er því aukning um 8,4% á milli ára. Sumardagsumferðin (júní – sept)  jókst enn meira eða um 9,4% á milli ára, en vetrardagsumferðin (jan – mars, + des) dróst hins vegar saman um 2,7%.

Umferð jókst í öllum mánuðum fyrir utan febrúar og mars; reyndar stóð hún í stað milli janúar mánaða. Metumferðin í júlí 2011 var þó ekki slegin á síðasta ári, sjá meðfylgjandi stöplarit.

Umferðin jókst einnig alla vikudaga fyrir utan sunnudaga. Mest jókst umferðin virka daga, sem gæti gefið vísbendingu um aukinn þrótt í atvinnulífi.

Eftirfarandi línurit sýnir dreifingu sólarhringsumferðar yfir árin 2013 og 2014. Páska og sumartoppar mun stærri 2014 en árið á undan.

Línu- og stöplarit og texti: Vegagerðin (Friðleifur I. Brynjarsson).
Ljósmynd: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print


SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is