Daily Archives: 08/01/2020

Múlavegur opinn – í bili

Nú er vitað að tvö snjóflóð hafa fallið við Siglufjarðarveg, annað hvort í nótt eða í morgun, og fór annað þeirra yfir veginn við munna Strákaganga. Þá fór tveggja metra þykkt snjóflóð yfir Ólafsfjarðarveg í nótt og annað féll í Böggvisstaðafjalli í Dalvíkurbyggð. Nú áðan, kl. 18.30, var hættustigi vegna snjóflóða í Ólafsfjarðarmúla aflýst og…

Appelsínugult

Gul viðvörun Veðurstofu Íslands frá því í morgun er nú orðin að appelsínugulri fyrir Breiðafjörð, Strandir, Norðurland vestra og Norðurland eystra. Hún tekur þegar gildi og rennur ekki út fyrr en síðdegis. Orðrétt segir veðurfræðingur um Strandir og Norðurland vestra: „Suðvestan hríðarveður, vindur víða 20-28 m/s, snjókoma og skafrenningur með lélegu skyggni. Víðtækar samgöngutruflanir líklegar,…

Allt lokað

Siglufjarðarvegur utan Fljóta er lokaður vegna snjóflóðahættu og eins er um Múlaveg. Einnig er lokað á Þverárfjalli, Vatnsskarði og Öxnadalsheiði. Víða er þæfingsfærð og slæmt skyggni. Sumstaðar eru yfirgefnir bílar í vegkanti. Þetta má lesa á upplýsingasíðu Vegagerðarinnar. Mynd: Vegagerðin.is. Texti: Sigurður Ægisson │ [email protected]

Tilnefnd til dönsku kvikmyndaverðlaunanna

Kristín Júlla Kristjánsdóttir er tilnefnd til dönsku kvikmyndaverðlaunanna, Robert Prisen, fyrir bestu förðun í kvikmyndinni Valhalla. Kristín er tilnefnd ásamt Salla Yli-Luopa. Verðlaunahátíðin fer fram 26. janúar. Mannlíf.is greinir frá þessu. Kristín Júlla Kristjánsdóttir er fædd árið 1968. Foreldrar hennar eru Hafrún Ólöf Víglundsdóttir og Kristján Ingi Helgason (Sveinssonar leikfimikennara). Fósturfaðir Kristínar var Júlíus Baldvinsson.
…

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: [email protected]