Daily Archives: 09/12/2019

Óvissustig vegna snjóflóðahættu

Óvissustig vegna snjóflóðahættu á Mið-Norðurlandi tekur gildi klukkan 08.00 í fyrramálið, þriðjudaginn 10. desember. Spáð er mikilli snjókomu í mjög hvassri norðaustan- og síðan norðanátt á svæðinu. Búast má við því að snjóflóðahætta geti skapast í fjalllendi í Skagafirði, á Tröllaskaga og austur fyrir Eyjafjörð. Þetta má lesa á vef Veðurstofu Íslands. Um kl. 20.00…

Rauð viðvörun

Nú er búið að gefa út rauða viðvörun fyrir Strandir og Norðurland vestra. Hún mun taka gildi klukkan 17.00 á morgun. Siglufjörður er á austustu mörkum svæðisins. Á vef Veðurstofu Íslands segir: „Spáð er norðan ofsaveðri eða fárviðri (25 til 33 m/s) með mikilli snjókomu og skafrenningi. Búast má við víðtækum samgöngutruflunum og tjóni og/eða…

Allt að 10 metra öldu­hæð

Gangi spár eftir varðandi illviðrið sem fer að skella á landinu er um mannskaðaveður að ræða, að sögn Elínar Bjarkar Jón­as­dótt­ur, veður­fræðing­s á Veður­stofu Íslands, en gert er ráð fyr­ir allt að 33 m/​s á Norður­landi vestra og 28-30 m/​s á Vest­fjörðum, Breiðafirði, Faxa­flóa­svæðinu og Norður­landi eystra. Ölduhæð gæti náð allt að 10 metrum. Og…

Úr gulu í appelsínugult

Viðvörunarstig gærdagsins hefur verið hækkað úr gulu í appelsínugult fyrir höfuðborgarsvæðið, Suðurland, Faxaflóa, Breiðafjörð, Vestfirði, Strandir og Norðurland vestra, Norðurland eystra og Miðhálendið og er jafnvel búist við að Veðurstofan breyti því í rautt áður en langt um líður, en það yrði þá í fyrsta sinn hér á landi. Á veðurspá- og veðurfréttavef sínum segir…

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: [email protected]