Daily Archives: 23/09/2019

Ronja og ræningjarnir í Landanum

Landinn er sem kunnugt er í sólarhringsútsendingu, í tilefni af 300. þættinum. Ronja og ræningjarnir verða þar upp úr klukkan fjögur í dag, í æfingarhúsnæðinu á Siglufirði, og taka eflaust lagið. Mynd (úr safni) og texti: Sigurður Ægisson │ sae@sae.is.

Siglufjörður í morgunsárið

Svona lítur bærinn út í morgunsárið á þessum ágæta degi, í blankalogni og mildu veðri. „Loksins er sumarið komið“ ritaði einhver á Facebook í gær, þegar hitinn fór í 16 stig. Núna er hann ívið lægri. Á morgun á hann víst að fara í 17 stig. Mynd og texti: Sigurður Ægisson │ sae@sae.is.

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is