Daily Archives: 18/09/2019

Bíó í Gránu

Rússneska kvikmyndavikan á Íslandi fer nú fram í sjöunda sinn. Að henni standa Kvikmyndaframleiðslumiðstöðin NORFEST og sendiráð Rússlands á Íslandi með stuðningi Menningarmálaráðuneytis Rússlands og iCan ehf. Í ár er viðburðurinn tileinkaður 75 ára afmæli stjórnmálasambands Rússlands og Íslands. Föstudagskvöldið 20. september nk. verða sýndar tvær kvikmyndir í Gránu, bræðsluhúsi Síldarminjasafnsins. Sýningin hefst kl. 20.00….

N4 og Héðinsfjarðargöng

Þriðji og jafnframt síðasti þáttur N4 um jarðgöng á utanverðum Tröllaskaga fór í loftið í gær. Sá fjallaði um Héðinsfjarðargöng. Hinir tveir voru á dagskrá 12. júní síðastliðinn (Strákagöng) og 25. júní (Múlagöng). Sjá þann nýjasta hér. Mynd: Úr umræddum þætti um Héðinsfjarðargöng. Texti: Sigurður Ægisson | [email protected]

Spá allt að 20 stiga hita

Til­tölu­lega hlýr loft­massi er að fær­ast yfir landið en jafn­framt er loftið þrútið af raka. Það mun því rigna tals­vert í dag. Á morg­un er spáð allt að 17 til 18 stiga hita aust­an­lands. Á föstu­dag og laug­ar­dag get­ur hit­inn farið í 20 stig fyr­ir norðan.“ Þetta segir á Mbl.is. Það verður notalegt. Mynd: Vedur.is….

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: [email protected]