Daily Archives: 29/07/2019

Hlýtt næstu daga

Fallegt er veðrið norður í Siglufirði þessa stundina, um 18 stiga hiti, eins og víðast hvar á landinu, reyndar. Og ekki er verra að þessi dáemd á að endast alla vega til miðvikudags, að því er spár gera ráð fyrir. Mynd: Veðurstofa Íslands. Texti: Sigurður Ægisson │ sae@sae.is.

Mótherjar urðu samherjar

Fótboltahátíðinni Rey Cup 2019 lauk í gær. Aldursbil þátttakenda var 13-16 ára, eins og jafnan áður, og er þetta langstærsta knattspyrnumót landsins, fyrir þennan aldur, þar sem um eða yfir 1.400 unglingar koma saman, spila fótbolta og skemmta sér frá miðvikudegi til sunnudags, að því er fram kemur á heimasíðu Rey Cup. Að þessu sinni…

Horft yfir bæinn

Þær voru flottar eins og jafnan áður myndirnar, sem Ingvar Erlingsson tók í gær og birti á Facebooksíðu sinni. Sjá t.d. hér. Mynd og myndband: Ingvar Erlingsson. Birt með leyfi. Texti: Sigurður Ægisson │ sae@sae.is.

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is